Tugir létust í stórbruna í töskuverksmiðju í Delí

Töskuverksmiðjan er í húsnæði á fjórum hæðum í einum elsta …
Töskuverksmiðjan er í húsnæði á fjórum hæðum í einum elsta hluta borgarinnar og gerðu mikil þrengsli gatna slökkviliðsmönnum erfitt um vik við að komast að brunanum. AFP

Að minnsta kosti 43 létust í miklum eldsvoða í töskuverksmiðju í Delí höfuðborg Indlands í nótt. Flestir hinna látnu eru starfsmenn verksmiðjunnar, sem bjuggu fyrir ofan og voru í fastasvefni er eldur kom upp snemma á sunnudagsmorgun, klukkan rúmlega fimm að staðartíma.

Talið er að yfir eitt hundrað manns hafi verið sofandi í húsinu þegar eldurinn kom upp og yfir sextíu var bjargað út úr byggingunni. Eldurinn kom upp á neðstu hæð hússins, en breiddist hratt upp á þriðju hæðina, þar sem fólkið var sofandi.

Að minnsta kosti 43 létust í brunanum.
Að minnsta kosti 43 létust í brunanum. AFP

Töskuverksmiðjan er í húsnæði á fjórum hæðum í einum elsta hluta borgarinnar og gerðu mikil þrengsli gatna slökkviliðsmönnum erfitt um vik við að komast að brunanum.

Narendra Modi forsætisráðherra Indlands segir eldsvoðan hræðilegan og hefur sent þeim sem eiga um sárt að binda samúðarkveðjur.

Ekki er ljóst hver eldsupptök voru, en það verður rannsakað. Eitt vitni segir, samkvæmt frétt BBC um brunann, að skammhlaup hafi orðið í rafmagni.

Rannsakendur reyna nú að komast að því hvað olli brunanum.
Rannsakendur reyna nú að komast að því hvað olli brunanum. AFP
Fjöldi fólks safnaðist saman nærri verksmiðjunni.
Fjöldi fólks safnaðist saman nærri verksmiðjunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert