Að minnsta kosti fimm látnir í eldgosi

Ferðamönnum bjargað frá eyjunni skömmu eftir að gosið hófst. Í …
Ferðamönnum bjargað frá eyjunni skömmu eftir að gosið hófst. Í fyrstu var talið að um 100 manns væru á eyjunni en samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum er talan nær 50. Michael Sade/AFP

Að minnsta kosti fimm eru látnir og nokkurra er saknað eftir að eldgos hófst óvænt á nýsjálensku eyjunni Whakaari (e. White Island) um klukkan tvö eftir hádegi að staðartíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Eyjan er vinsæl ferðamannaeyja og talið er að um 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldsumbrotin hófust. 

23 hefur verið bjargað en óvíst er hversu margir eru eftir á eyjunni. Björgunarmenn hætta sér ekki aftur að eyjunni sökum öskufalls og aukinnar eldvirkni. 

Eyj­an, sem er í einkaeigu, er skammt frá Norður­eyju og er eld­fjallið þar eitt virk­asta eld­fjall Nýja-Sjá­lands. Þrátt fyr­ir það er eyj­an vin­sæll áfangastaður ferðamanna sem fara þangað í dags­ferðir og út­sýn­is­flug yfir eyj­una. 

Var við eldgíginn hálftíma áður en gosið hófst

Michael Schade var á meðal ferðamanna sem voru á eyjunni í morgun en var í þann mund að leggja af stað frá eyjunni þegar gosið hófst. Hann var við eldgíginn aðeins 30 mínútum áður en gosið hófst. „Við vorum nýkomin í bátinn þegar einhver benti okkur á þetta. Ég var hreinlega í áfalli. Báturinn sneri við og við kipptum nokkrum með um borð sem voru að bíða við höfnina,“ segir Schade í samtali við BBC

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði í ávarpi fyrir skömmu að lögregla muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að bjarga þeim sem eru á eyjunni, en erfitt er að áætla hversu margir eru eftir á eyjunni.

Björgunarmenn hætta sér ekki aftur að eyjunni sökum öskufalls og …
Björgunarmenn hætta sér ekki aftur að eyjunni sökum öskufalls og aukinnar eldvirkni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert