Pútín og Zelensky hittust í fyrsta sinn

Frá vinstri: Volodymyr Zelensky, Emmanuel Macron og Pútín í París.
Frá vinstri: Volodymyr Zelensky, Emmanuel Macron og Pútín í París. AFP

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hittust í fyrsta sinn á ráðstefnu í París í dag.

Vonast er til að á ráðstefnunni verði samþykktar aðgerðir sem geta orðið til þess að deilan á milli ríkjanna tveggja, sem hefur staðið yfir í fimm ár, leysist.

Ekki er búist við heildstæðum friðarsamningi á ráðstefnunni, sem þau Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, forseti Þýskalands, standa fyrir.

Diplómatar vonast aftur á móti til þess að traust náist á milli forsetanna tveggja.

Þúsundir hafa dáið og ein milljón manna hefur flúið heimili sín eftir að aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu kröfðust sjálfstæðis árið 2014. Þeir náðu völdum í Donetsk og Lugansk skömmu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga. Ekki verður fjallað um Krímskaga á ráðstefnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert