Rassskellt í beinni útsendingu

Bandaríska fréttakonan skömmu eftir atvikið.
Bandaríska fréttakonan skömmu eftir atvikið. Skjáskot/Twitter

Bandarísk fréttakona hefur fordæmt hegðun manns sem sló í afturendann á henni í beinni útsendingu.

„Þú braust á mér, hlutgerðir mig og settir mig úr jafnvægi. Engin kona ætti nokkurn tímann að þurfa að þola þetta í vinnunni!!“ skrifaði hún á Twitter.

Alex Bozarjian var að fjalla um hlaup í Savannah í bandaríska ríkinu Georgíu þegar atvikið átti sér stað, að því er BBC segir frá. 

Í myndbandinu, sem hefur verið skoðað næstum 10 milljón sinnum á Twitter, sést Bozarjian hneykslast á atvikinu en halda áfram með umfjöllun sína.

Íþróttaráð Savannah segist hafa borið kennsl á manninn og bannað honum að taka aftur þátt í hlaupum sem þessum.

mbl.is