Leita herflugvélar sem hvarf

Vélin sem hvarf er af gerðinni Hercules C-130, líkt og …
Vélin sem hvarf er af gerðinni Hercules C-130, líkt og sjá má á myndinni. Af Wikipedia

Leit er hafin að herflugvél frá Síle sem hvarf af ratsjám á leið frá borginni Punta Arenas til Suðurskautslandsins. Samkvæmt tilkynningu frá hernum í Síle hvarf vélin af ratsjám um klukkan sex í gærkvöldi að staðartíma.

38 manns eru í vélinni, 17 manna áhöfn og 21 farþegi.

Samkvæmt AFP-fréttaveitunni eru björgunaraðilar ekki bjartsýnir á að fólkið finnist á lífi.

Vélin lagði af stað frá Punta Arenas rétt fyrir klukkan fimm seinnipartinn í gær að staðartíma, átta að íslenskum tíma. Henni hafði verið flogið um helming leiðarinnar þegar samband við hana rofnaði.

Síle ræður yfir rúmlega 1,2 milljónum ferkílómetra á Suðurskautslandinu og rekur þar níu herstöðvar.

mbl.is