Sex látnir eftir skotbardaga

Lögregluþjónn á vettvangi í gærkvöldi.
Lögregluþjónn á vettvangi í gærkvöldi. AFP

Lögregluþjónn og fimm aðrir létust í skotbardaga tveggja manna við lögreglu í Jersey City í Bandaríkjunum í gær. Báðir árásarmennirnir og þrír almennir borgarar létu lífið í árásinni.

Auk þeirra særðust tveir lögregluþjónar í skotbardaganum sem hófst í kirkjugarði og lauk inni í verslun.

Mike Kelly, lögreglustjóri Jersey City, kveðst ekki vita um ástæðu árásarinnar.

Árásarmennirnir skutu einn lögregluþjón og þrjá almenna borgara til bana.
Árásarmennirnir skutu einn lögregluþjón og þrjá almenna borgara til bana. AFP

Lögregluaðgerð hófst eftir að lögreglumaður sem rannsakaði morðmál gekk upp að mönnunum í kirkjugarði og varð hann fyrsta fórnarlamb mannanna.

Árásarmennirnir flúðu að því loknu úr kirkjugarðinum og komu sér fyrir í matvöruverslun. Þar hófst skotbardagi við lögregluþjóna sem stóð í alls fjórar klukkustundir.

Rannsakendur telja að árásarmennirnir hafi skotið þrjá til bana í versluninni áður en þeir voru sjálfir skotnir til bana. Einn var fluttur særður á sjúkrahús úr versluninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert