Ekki lengur velkominn

Peter Handke flytur ræðu eftir að hafa tekið við bókmenntaverðlaunum …
Peter Handke flytur ræðu eftir að hafa tekið við bókmenntaverðlaunum Nóbels. AFP

Kósóvó hefur lýst því yfir að rithöfundurinn Peter Handke sé ekki lengur velkominn í landinu.  

Behgjet Pacolli, utanríkisráðherra landsins, segir austurríska rithöfundinn, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í ár, vera „óæskilega persónu“ í Kósóvó.

„Í dag lýsi ég því yfir að Peter Handke er ekki velkominn í Kósóvó. Hann er óæskileg persóna frá og með deginum í dag. Það að afneita glæpum og styðja glæpamenn er hræðilegur glæpur,“ sagði ráðherrann á Facebook.

Þegar ákvörðun sænsku akademínnar (SA) var tilkynnt fannst mörgum ótækt að verðlauna mann sem hefði gert lítið úr stríðsglæpum sem Bosníuserbar frömdu í stríðinu á Balkanskaga á árunum 1992 til 1995, mært Slobodan Milosevic, serbneska leiðtogann fyrrverandi, og gagnrýnt stríðsglæpadómstólinn í Haag sem réttaði yfir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert