Íhaldsmönnum spáð miklum meirihluta

AFP

Íhaldsflokkurinn fær 86 manna meirihluta á breska þinginu, ef marka má útgönguspá BBC, ITV og Sky News, sem birtist nú klukkan tíu.

Samkvæmt könnuninni, sem var tekin við kjörstaði víða um land, fá Íhaldsmenn 368 þingsæti, um fimmtíu fleiri en fyrir tveimur árum, Verkamannaflokkurinn fær 191 og tapar 71, Frjálslyndir demókratar fá 13 sæti, einu meira en síðast, og Skoski þjóðarflokkurinn 55 sæti, tuttugu fleiri en síðast. Brexitflokkur Nigels Farage fær hins vegar ekkert sæti.

Fréttin verður uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina