Þjóðarmorð á Armenum viðurkennt

Bandaríkjaþing.
Bandaríkjaþing. AFP

Bandaríkjaþing hefur formlega viðurkennt að morðin á allt að einni og hálfri milljón Armena á árunum 1915 til 1917 hafi verið þjóðarmorð.

Öldungadeild þingsins samþykkti ályktun þess efnis. Áður hafði fulltrúadeildin, sem er neðri deild þingsins, gert slíkt hið sama. 

Búist er við að tíðindin verði óvinsæl á meðal Tyrkja sem neita því að Ottómanar hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Þeir segja að Armenar hafi látist vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert