„Mikilvæg tilraun“ hjá N-Kóreu

Íbúar í Pyongyang horfa á eldflaugaskot á stórum skjá árið …
Íbúar í Pyongyang horfa á eldflaugaskot á stórum skjá árið 2017. AFP

Norður-Kórea hefur framkvæmt enn eina „mikilvægu eldflaugatilraunina“ á Sohae-skotpallinum, skammt sunnan landamæranna að Kína.

Tilkynning um þetta barst degi áður en Stehpen Biegun, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í málefnum Norður-Kóreu ,kemur til Seúl í Suður-Kóreu í þriggja daga heimsókn. Á fimmtudaginn prófuðu Bandaríkjamenn meðaldræga eldflaug yfir Kyrrahafi.

Eldflaugaskot Bandaríkjamanna.
Eldflaugaskot Bandaríkjamanna. AFP

Norður-Kóreu er meinað að skjóta á loft meðaldrægum eldflaugum, samkvæmt ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Eldflaugina sem þeir skutu núna upp er hægt að nota í meðaldrægar eldflaugar. Tilraunir þeirra hafa verið gagnrýndar, meðal annars af Bandaríkjunum fyrir að gera tilraunir á meðaldrægum eldflaugum í dulargervi.

Afvopnunarviðræður stjórnvalda í Pyongyang við Bandaríkin hafa ekki gengið vel. Norðurkóresk stjórnvöld hafa gefið Bandaríkjunum frest út árið til að koma með hugmyndir að samkomulagi um afvopnun, sem fæli meðal annars í sér að tollum yrði aflétt af norðurkóreskum varningi, en enn bólar ekkert á þeim tilögum.

Kim Jong-un og Donald Trump.
Kim Jong-un og Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert