Ræningjar drápu gest á veitingahúsi

mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Þrír grímuklæddir menn réðust inn á veitingastað á hóteli í Gislaved í Svíþjóð í kvöld og kom til átaka milli þeirra og gesta á staðnum. Maður á sextugsaldri er látinn eftir átökin en hann var gestur á staðnum.

Samkvæmt fréttum sænskra fjölmiðla hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. 

Talskona lögreglunnar, Monica Bergström, vildi ekki tjá sig um málið við sænska ríkissjónvarpið í kvöld enda væri ekki búið að ræða við alla þá sem urðu vitni að atburðinum.

Frétt SVT

mbl.is