Aftengdu sprengju úr síðari heimsstyrjöld

Ítalska borgin Brindisi.
Ítalska borgin Brindisi. Ljósmynd/Wikipedia.org

Um 54.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín í borginni Brindisi í suðurhluta Ítalíu í morgun á meðan sérfræðingar unnu að því að aftengja sprengju frá því í síðari heimsstyrjöld. 

Sprengjan, sem er bresk, er um metri á lengd og 200 kíló og fannst 2. nóvember við framkvæmdir í bíóhúsi. 

Um 1.000 öryggissveitaliðar og 250 sjálfboðaliðar tóku þátt í að undirbúa brottflutninginn, sem hófst í gær þegar fangar í fangelsi borgarinnar voru fluttir annað. Alls búa um 87.000 manns í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert