Börnin eru afgönsk

Lögreglan spyr hvort einhver þekki þessi börn sem fundust við …
Lögreglan spyr hvort einhver þekki þessi börn sem fundust við bílastæðið Park Allé í Árósum um klukkan 18:30. Foto: Østjyllands Politi

Litlu börnin tvö sem fundust í gærkvöldi við bílastæði við fjölfarna verslunargötu í Árósum eru afgönsk. Þetta staðfestir Lars Bisgaard, varðstjóri í lögreglunni á Austur-Jótlandi, í samtali við DR Nyheder.

Hann segir að börnin tali afgönsku með dari-hreim. Dari er annað af tveimur opinberu tungumálum Afganistan. Í fyrstu taldi lögreglan að börnin væru frá Austur-Evrópu. Að sögn Bisgaard verður reynt að útvega túlk sem getur rætt við drenginn, sem er eldra barnið, en hann er líklega tveggja og hálfs árs. Litla stúlkan er sennilega eins árs. 

Ekkert hefur spurst til foreldra barnanna en þeirra hefur verið saknað frá því um kvöldmatarleytið í gær. Meðal annars er verið að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum af svæðinu og eins að ræða við fólk sem lét lögreglu vita af börnunum þarna. 
Lögreglan hvetur alla þá sem veitt geta einhverjar upplýsingar um börnin og foreldra þeirra að hafa samband. Á meðan eru börnin í umsjón félagsmálayfirvalda og eru þau við góða heilsu. Ekkert bendir til þess að þau hafi orðið fyrir áfalli vegna þessa, segir Erik Kaastrup-Hansen, framkvæmdastjóra velferðarsviðs Árósa.

Hann segir í samtali við Jyllands Posten að viðbrögð þeirra séu fullkomlega eðlileg við aldur, það er eins árs og tveggja og hálfs árs til þriggja ára. Hann segir að þegar séu fjölskyldur reiðubúnar til þess að taka börnin að sér tímabundið ef lögreglu tekst ekki að finna foreldra þeirra fljótlega.

Frétt danska ríkisútvarpssins

mbl.is