Kröftugur skjálfti á Filippseyjum

Mynd frá því í október eftir jarðskjálftana sem urðu á …
Mynd frá því í október eftir jarðskjálftana sem urðu á Fillippseyjum. AFP

Kröftugur jarðskjálfti, 6,8 að stærð, gekk yfir suðurhluta eyjunnar Mindanao á Filippseyjum í morgun.

Þrír mannskæðir skjálftar urðu á sama svæði í október síðastliðnum.

Upptök skjálftans voru suður af borginni Davao. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar eru „litlar líkur á dauðsföllum eða eignatjóni“.

Engin hætta er talin á því að fljóðbylgja fylgi í kjölfar skjálftans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert