Undirbjó hryðjuverk í Marokkó

Frá Marokkó
Frá Marokkó mbl.is/Snorri Guðjónsson

Lögreglan í Marokkó handtók í dag mann sem grunaður er um að hafa verið að undirbúa sjálfsvígsárás þar í landi.

Maðurinn var handtekinn af hryðjuverkadeild lögreglunnar og hafði hann reynt að útvega sér upplýsingar um hvernig hann ætti að vígbúast fyrir slíkar árásir. Maðurinn, sem er 41 árs að aldri, hafði hrifist af hugmyndafræði vígasamtakanna Ríki íslams, að því er segir í tilkynningu. Hald var lagt á raftæki til að nota við gerð á sprengjum auk gagna um hvernig eigi að gera slíkar sprengjur.

Tvær ungar skandínavískar konur voru myrtar af vígamönnum í Marokkó fyrir ári síðan. Vígamennirnir voru dæmdir til dauða en dauðarefsingu hefur ekki verið beitt í Marokkó í 26 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert