Áfrýjun „slátrarans“ tekin fyrir í mars

Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníumanna, við réttarhöldin.
Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníumanna, við réttarhöldin. AFP

Í mars á næsta ári verður mál „slátrarans frá Bosníu“ tekið aftur fyrir hjá stríðsglæpadómstólnum í Haag. Fyrrverandi herforingi Bosníu-Serba, Ratko Mladic, var dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar í nóvember 2017 fyrir þjóðarmorð en áfrýjaði dómnum og verður málið tekið aftur fyrir 17. til 18. mars. 

Hvorir tveggja saksóknari og verjandi Mladic áfrýjuðu dómnum. Mladic sem er 77 ára var fundinn sekur um þjóðarmorð í stríðunum sem geisuðu á Balk­anskag­an­um í lok 20. ald­ar. Í þeim voru að minnsta kosti 100 þúsund manns myrtir og yfir 2,2 milljónir manna hröktust af heimkynnum sínum á árunum 1992-1995.  

Ákær­an á hend­ur hon­um var í ell­efu liðum og var hann fundinn sekur í 10 þeirra. Þar á meðal fyr­ir glæpi gegn mann­kyn­inu. Hann var sak­felld­ur fyr­ir fjölda­morð á rúm­lega sjö þúsund múslim­um í Bosn­íu, karl­mönn­um og drengj­um, í borg­inni Srebr­enica árið 1995 og umsátrið um borg­ina Saraj­evo þar sem yfir 10 þúsund manns létu lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert