Hjónaband lesbía kom Hallmark í klandur

Í auglýsingunni eru tvær konur gefnar saman í hjónaband. Samtökin …
Í auglýsingunni eru tvær konur gefnar saman í hjónaband. Samtökin One Million Moms, sem eru á móti hjónaböndum samkynhneigðra, mótmæltu og Hallmark tók auglýsinguna úr sýningu. Nú hefur stöðin beðist afsökunar á ákvörðun sinni. Skjáskot/Youtube

Framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hallmark hefur beðist afsökunar á að hafa tekið auglýsingu úr sýningu þar sem lesbískt par er gefið saman í hjónaband. 

Í auglýsingu Zola, fyrirtækis sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu og gjafalistum fyrir brúðkaup, eru tvær konur gefnar saman og kyssast þær þegar búið er að gefa þær í hjónaband líkt og hefði kveða á um.

Ákvörðun Hallmark um að taka auglýsinguna úr sýningu féll í grýttan jarðveg og sá sjónvarpsstöðin að sér. „Okkur þykir þetta virkilega leitt og hörmum vonbrigðin sem þessi ákvörðun olli,“ segir í yfirlýsingu frá Mike Perry, framkvæmdastjóra Hallmark. 

Auglýsingin var tekin úr sýningu ekki síst vegna þrýstings frá íhaldssömu samtökunum One Million Moms, sem heyra undir Fjölskyldusamtök Bandaríkjanna, og hafa alla tíð verið á móti hjónaböndum samkynhneigðra. 

Meðal þeirra sem lýstu furðu sinni á ákvörðun stöðvarinnar um að taka auglýsingarnar úr sýningu eru Pete Buttigieg, sem sækist eftir forsetaútnefningu Demókrataflokksins, og spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres. Myllumerkið #BoycottHallmarkChannel fór einnig á flug á Twitter þar sem fjöldi fólks mótmælti ákvörðuninni. 

Saturday Night Live fjallaði um auglýsingarnar og ákvörðun Hallmark í þætti sínum um helgina þar sem lokaorðin voru á þá leið að minna áhorfendur á mikilvægi þess að vera gagnkynhneigður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert