„Konur eru óneitanlega betri en karlar“

Barack ásamt eiginkonu sinni, Michelle Obama, í Malasíu á dögunum.
Barack ásamt eiginkonu sinni, Michelle Obama, í Malasíu á dögunum. AFP

Ef konur stjórnuðu öllum löndum heimsins myndu lífsskilyrði batna til muna. Þetta sagði Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í ræðu sinni á lokaðri ráðstefnu um leiðtoga í Singapore.

Obama sagði konur ekki fullkomnar, en að þær væru „óneitanlega betri en karlar“. Þá sagði hann að flest vandamál heimsins mætti rekja til gamalmenna, aðallega karla, sem héldu dauðahaldi í valdastöður.

Forsetinn fyrrverandi sagðist hafa, á meðan hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna, ímyndað sér hvernig heimurinn væri ef honum væri stjórnað af konum. „Ég er fullviss um það að ef konur stjórnuðu öllum ríkjum heims í tvö ár myndum við sjá nánast allt verða betra.“

Aðspurður hvort hann íhugaði að fara aftur í pólitíska stjórnmálastöðu sagði Obama að það væri hans skoðun að leiðtogar ættu að stíga til hliðar þegar tími væri kominn.

„Ef þú lítur á heiminn og vandamál hans, þá eru það venjulega gamalt fólk, yfirleitt gamlir menn, sem neita að fara frá.“

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert