Mínútuþögn á Nýja-Sjálandi

Vika er síðan mannskætt eldgos hófst á Hvítueyju á Nýja-Sjálandi.
Vika er síðan mannskætt eldgos hófst á Hvítueyju á Nýja-Sjálandi. AFP

Mínútuþögn var haldin á Nýja-Sjálandi í dag til minningar um þá sem fórust í eldgosinu á Hvítueyju. Vika er síðan gos hófst á eyjunni, nokkuð óvænt. 

Gosið hófst klukkan 14:11 að staðartíma mánudaginn 9. desember og því var þögnin haldin klukkan 14:11 að staðartíma í dag. Ættingjar nokkurra þeirra sem létust í eldgosinu fylgdust með þögninni í lögreglubát skammt frá eyjunni. Af samfélagsmiðlum að dæma tók fólk þátt víða um land og stöðvuðu ökumenn bifreiðar sínar á meðan þögnin stóð yfir. 

„Erfitt og viðvarandi verkefni“

18 eru látnir en enn á eftir að finna tvö lík. Um 20 manns eru alvarlega slasaðir, flestir með alvarleg brunasár. 

Leitarflokkar og kafarar eru enn að störfum á eyjunni. „Þetta er erfitt og viðvarandi verkefni,“ segir John Tims lögreglustjóri. 

Jacinda Arder, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, minnist þeirra sem létust á Instagram-síðu sinni þar sem hún segir m.a. að þau sem fórust verði Nýsjálendingum ávallt ofarlega í huga. 

View this post on Instagram

A week ago New Zealand experienced the most extraordinary tragedy - an eruption on Whakaari/White Island while kiwi guides and guests from around the world were visiting. Lives were lost immediately, and in the days that have followed others have succumbed to their injuries. There are almost no words for the stories of both the aftermath and the loss that has followed. I want to pay tribute to the many people who did extraordinary things to save lives - whether it was through rescue efforts or the ongoing response by health professionals across the country. To the recovery team who made it their mission to bring loved ones back from the island, right through to the council, emergency management team who have supported the local community all the way through. To Ngāti Awa, for the outpouring of manaakitanga and support to all that have needed a safe haven during this time. Those who have been lost are now forever linked to New Zealand, and we will hold them close. (Image: a photo I took while travelling out to Whakatane with our defence team. A beautiful outlook on a very sad day.)

A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) on Dec 15, 2019 at 10:59am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert