Fyrrverandi forseti Pakistan dæmdur til dauða

Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan, hefur verið dæmdur til dauða …
Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan, hefur verið dæmdur til dauða fyrir landráð. AFP

Per­vez Mus­harraf, fyrrverandi forseti Pak­ist­an, hefur verið dæmdur til dauða fyrir landráð. Hann var ákærður fyrir fimm árum fyrir að setja neyðarlög í landinu árið 2007 og fella stjórnarskrá landsins úr gildi. 

Mus­harraf er tal­inn hafa átt aðild að morðinu á stjórn­ar­and­stöðuleiðtog­an­um Benaz­ir Bhutto. Eft­ir morðið á Bhutto í des­em­ber árið 2007 lýsti rík­is­stjórn Mus­harraf ábyrgðinni á hend­ur leiðtoga talíbana í Pak­ist­an, Baitullah Mehsud, en hann neitaði að hafa átt þátt í til­ræðinu.

Mus­harraf sagði af sér sem for­seti árið 2008 og var þá talið að hann hefði fall­ist á að segja af sér eft­ir að hafa náð sam­komu­lagi við stjórn lands­ins fyr­ir milli­göngu vest­rænna ríkja um að hætta við máls­höfðun um spill­ingu í starfi gegn því að hann léti af embætti.

Mus­harraf, sem var yfirmaður hersins, varð for­seti árið 1999 en hann stýrði vald­aráni hers­ins í Pak­ist­an í októ­ber það ár. Hann dvelur nú í Dúbaí en hann leitaði sér læknishjálpar þar árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert