Er fingur jólasveinsins í ensku klaustri?

Vilhjálmur bastarður gaf klaustrinu í bænum Battle í Sussex hluta …
Vilhjálmur bastarður gaf klaustrinu í bænum Battle í Sussex hluta af fingri jólasveinsins og hey úr jötu Jesú Krists samkvæmt handriti frá miðöldum. Ljósmynd/Wikipedia.org

Hluti af fingri heilags Nikulásar, sjálfs jólasveinsins, og hey úr jötu Jesú Krists eru á meðal muna sem gefnir voru ensku klaustri. Þetta kemur fram í handriti frá miðöldum sem sagnfræðingurinn Michael Carter þýddi nýlega. 

Í handritinu, sem er 580 ára gamalt, er sagt frá að Vilhjálmur fyrsti, Englandskonungur, eða Vilhjálmi bastarði, hafi fært klaustri í bænum Battle í Sussex hluta af jarðneskum leifum heilags Nikulásar. 

„Að varðveita og safna saman jarðneskum leifum var mikilvægur hluti af klausturlífi og það gleður mig að ég gæti verið sá fyrsti í 500 ár sem rannsakar lista yfir leifar sem klaustrinu í Battle voru gefnar,“ segir Carter. 

Fátt er jafn táknrænt og þegar konungur gefur klaustri jarðneskar leifar, að sögn Carters.  

Handritið þar sem fingur jólasveinsins og jata Jesú Krists koma …
Handritið þar sem fingur jólasveinsins og jata Jesú Krists koma við sögu. Skjáskot/BBC
mbl.is