„Eitrað fordæmi“

Mitch McConnell og Donald Trump.
Mitch McConnell og Donald Trump. AFP

Ákæran sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur tekið ákvörðun um, á hendur Dondald Trump Bandaríkjaforseta, er sú ónákvæmasta og ósanngjarnasta í sögunni, að sögn Mitch McConnell, leiðtoga repúblíkana í öldungadeildinni. BBC greinir frá.

Þá segir hann að fulltrúadeildin hafi látið flokkspólitíska reiði skapa „eitrað fordæmi sem mun enduróma í framtíðinni“.

Engar varnir

Gegn fullyrðingum McConnells sagði demókratinn Chuck Schumer að McConnell hefði ekki fært fram neinar varnir vegna háttsemi Trumps, sem hann er nú ákærður fyrir.

Eins og áður hefur verið greint frá er Trump annars vegar ákærður fyrir að hafa mis­beitt valdi sínu með því að reyna að fá er­lenda rík­is­stjórn til þess að hafa áhrif á for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um á næsta ári. Hins vegar er hann ákærður fyrir að hafa hafi hindrað full­trúa­deild­ina í að afla upp­lýs­inga um málið.

mbl.is