Neyddist til að biðja Biden afsökunar

Joe Biden á fundi demókrata í Los Angeles í gærkvöldi.
Joe Biden á fundi demókrata í Los Angeles í gærkvöldi. AFP

Fyrrverandi blaðafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, Sarah Huckabee Sanders, neyddist í gær til þess að biðja Joe Biden, sem sækist eftir því að verða fulltrúi demókrata í komandi forsetakosningum, afsökunar.

Allt hófst þetta á kosningafundi í Los Angeles þar sem Biden, sem ekki er þekktur fyrir að stama, sagði frá því hvernig fólk með alls konar vandamál leitaði til hans um aðstoð eða ráð, þar á meðal ungt fólk og börn með málhelti.  Sagði Biden börn leita til sín eftir ráðum varðandi stam. Lék Biden eftir slík samtöl á fundinum og sagðist vera í sambandi við ungt fólk vegna þessa. [They keep in touch with me, the little kid who says 'I-I-I-I-I-I-I-I-I-I-I can't, I-I-I can't talk. Wh-wh-what do I do?]. 

Sarah Huckabee Sanders.
Sarah Huckabee Sanders. AFP

Á samfélagsmiðlum sætti Biden gagnrýni fyrir að líkja eftir samtölunum með því að stama og velti fólk fyrir sér hvort hann væri að gera grín að fólki sem stamar. Ein þeirra sem gagnrýndi Biden er Sanders en hún skrifaði á Twitter að hún hefði ekki hugmynd um hvað Biden væri að tala um ["I I I I I I I I I I I I I I I hhhave absolutely no idea what Biden is talking about]. 

En hún neyddist fljótt til þess að biðjast afsökunar eftir að Biden skaut á hana til baka þar sem hann greindi frá baráttunni sinni alla ævi við að vinna bug á stami. Það væri þess vegna mikill heiður fyrir hann að aðstoða börn sem hafa upplifað það sama og hann. 

Sanders viðurkenndi að hún hafi ekki haft hugmynd um að Biden hafi stamað og baðst afsökunar um leið og hún eyddi fyrri færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert