„al-Qaeda á sterum“

AFP

Allt bendir til þess að vígasamtökin Ríki íslams séu að eflast að nýju í Írak, tveimur árum eftir að þau misstu síðasta yfirráðasvæði sitt í landinu. Kúrdar og leyniþjónustur vestrænna ríkja segja í samtölum við fréttamenn BBC að vígasamtökunum sé greinilega að vaxa fiskur um hrygg í landinu og árásum þeirra fari fjölgandi.

Vígasamtökin eru nú talin hættulegri al-Qaeda á sínum tíma, að sögn Lahurs Talabanys, sérfræðings í hryðjuverkum á vegum kúrdískra yfirvalda. 

Hann segir tæki þeirra hafa batnað og þeir hafi greinilega mikið fé á milli handanna. Þeir kaupi ökutæki, vopn, matarbirgðir og búnað. Ekki sé hægt að horfa fram hjá þessu. „Þeir minna helst á al-Qaeda á sterum.“

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert