Þrjú úr sömu fjölskyldu drukknuðu í sundlaug

Fjölskyldan var í fríi á Costa del Sol.
Fjölskyldan var í fríi á Costa del Sol. AFP

Þrír fundust meðvitundarlausir í sundlaug á hóteli á Costa Del Sol á Spáni í kvöld, aðfangadagskvöld. Öll drukknuðu eru úr sömu fjölskyldu, að því er BBC greinir frá.

Samkvæmt upplýsingum frá hótelinu, Club La Costa World, og yfirvöldum á svæðinu lenti níu ára gömul bresk stúlka í vandræðum í sundlauginni og reyndu bróðir hennar og faðir að koma henni til aðstoðar með fyrrgreindum afleiðingum.

Breska utanríkisþjónustan hefur staðfest að hún aðstoði breska konu á Spáni, en stúlkan og faðirinn voru bæði bresk, en bróðir stúlkunnar var bandarískur ríkisborgari.

Frétt BBC

mbl.is