Lögreglan handtók Navalny

Alexei Navalny á skrifstofu sinni í Moskvu.
Alexei Navalny á skrifstofu sinni í Moskvu. AFP

Rússneska lögreglan hefur handtekið Alexei Navalny, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu.

Lögreglan leitaði einnig í húsakynnum stofnunar hans í Moskvu sem berst gegn spillingu, að sögn talskonu hans.

„Alexei hefur verið tekinn með valdi og leiddur í burtu,“ sagði Kira Yarmysh, talskona hans, á Twitter. „Hann veitti enga mótspyrnu,“ bætti hún við.

Í október síðastliðnum var ráðist inn á kosningaskrifstofur stjórnarandstöðunnar víðsvegar um Rússland. Navalny er einn helsti gagn­rýn­andi Vla­dimirs Pútíns, for­seta Rúss­lands.

Uppfært kl. 11.07:

Navalny hefur verið látinn laus úr haldi, að sögn talskonunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert