Segist vera „meiri gyðingur“ en Soros

Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta. AFP

Rudy Giuliani, persónulegur lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjanna, sagðist í viðtali vera „meiri gyðingur“ en milljarðamæringurinn George Soros, sem lifði af helförina í síðari heimsstyrjöld. 

„Ekki segja mér að ég sé and-semetískur ef ég er á móti honum,“ sagði Giuliani, sem var alinn upp við kaþólskan sið, í viðtali við New York magazine. „Soros er varla gyðingur. Ég er meiri gyðingur en Soros. Ég veit líklegast meira um — hann fer ekki í kirkju, hann fer ekki í trúnna — sýnagógu,“ er haft eftir borgarstjóranum fyrrverandi. 

Soros var á táningsaldri þegar síðari heimsstyrjöldin hófst og tókst að lifa af helförina í Ungverjalandi með því að falsa skilríki sín. Hann fluttist síðar til Bandaríkjanna og stofnaði vogunarsjóð þar í landi árið 1970. Hann hefur verið gjöfull stuðningsmaður demókrata í bandarískum stjórnmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert