Komu í veg fyrir árás um áramótin

Donald Trump og Vladimír Pútín.
Donald Trump og Vladimír Pútín. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur þakkað Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir upplýsingar sem áttu þátt í að koma í veg fyrir hryðjuverkaárás á rússneskri grundu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá rússnesku ríkisstjórninni, en Pútín og Trump ræddust við í síma í dag, að sögn BBC

Í yfirlýsingunni kemur fram að upplýsingarnar hafi borist í gegnum leyniþjónustu. Í rússneskum fjölmiðlum segir að komið hafi verið í veg fyrir fyrirhugaða árás í St. Pétursborg um áramótin.

Tass-fréttastofan segir að tveir rússneskir ríkisborgarar hafi verið handteknir. Ætlunin hafi verið að gera árás á fjölda fólks, að sögn talsmanns rússnesku leyniþjónustunnar FSB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert