Brexit Borisar

Bretar áttu að ganga út úr Evrópusambandinu 31. október og eftir því sem nær dró jókst spennan í breskum stjórnmálum. Í kjölfar þess að Boris Johnson tók við af Theresu May í sumar háði hann erfiða baráttu við pólitíska andstæðinga sína um hvernig ætti að standa að útgöngunni.  

Í september boðaði hann til kosninga þar sem kjósendur myndu fá umboð til að velja sér nýja forystu sem fengi það vandasama verkefni að klára Brexit. Í myndskeiðinu sjást þeir Johnson og Jeremy Corbyn, þáverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, takast á í þinginu.

Kosningarnar fóru fram í desember þar sem Johnson leiddi Íhaldsflokkinn og vann sögulegan sigur en Verkamannaflokkur Corbyns galt afhroð.

Hér er að finna allar fréttir mbl.is sem tengjast Brexit.

Laugardaginn 28. desember fylgdi sérblaðið Tímamót með Morgunblaðinu sem unnið er í samstarfi við bandaríska dagblaðið The New York Times. Jafnframt mun mbl.is birta myndskeið og fréttaskýringar bandaríska fjölmiðilsins um einstök mál á alþjóðavettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert