Ekki vitað hvort viðskiptajöfurinn hafi flúið frá Japan

Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður jap­anska bíla­fram­leiðand­ans Nis­s­an.
Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður jap­anska bíla­fram­leiðand­ans Nis­s­an. AFP

Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður jap­anska bíla­fram­leiðand­ans Nis­s­an, sem á yfir höfði sér ákæru í Japan lenti í Líbanon í gær. Hann er meðal annars sakaður um fjár­mála­m­is­ferli en hann var hand­tek­inn í nóv­em­ber í fyrra og sakaður um að hafa ekki gefið rétt­ar upp­lýs­ing­ar um laun sín og fyr­ir að hafa notað eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins til per­sónu­legra nota utan vinnu­tíma. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Haft er eftir aðstoðarmanni hans í Financial Timesa að hann hafi lent í Beirút. Þetta hefur hins vegar ekki verið staðfest opinberlega. Ekki liggur fyrir hvernig hann gat yfirgefið Japan þar sem hann var látinn laus gegn tryggingu vegna yfirvofandi réttarhalda. Ghosn neitar öllum sakargiftum. 

Ekki liggur fyrir hvort hann hafi samið ákæruvaldið eða hreinlega flúið land. Viðskiptajöfurinn er með hvoru tveggja franskt og líbanskt vegabréf.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert