„Ég skipulagði flóttann sjálfur“

„Fjölmiðlar fullyrða að konan mín Carole og aðrir úr fjölskyldunni …
„Fjölmiðlar fullyrða að konan mín Carole og aðrir úr fjölskyldunni hafi tekið þátt í skipuleggja brottför mína frá Japan. Það er ekki rétt. Ég skipulagði flóttann sjálfur,“ segir Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi for­stjóri bif­reiðafram­leiðand­ans Nis­s­an. AFP

Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi for­stjóri bif­reiðafram­leiðand­ans Nis­s­an, segist hafa skipulagt flóttann úr stofufangelsi í Japan í lok síðasta árs einn og óstuddur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ghosn. 

Ghosn flúði Jap­an í lok desember en þar hef­ur hann verið sakaður um stór­felld skattsvik sem hann neit­ar. 

For­stjór­inn fyrr­ver­andi flúði með einka­flug­vél til Ist­an­búl í Tyrklandi og þaðan með ann­arri einka­flug­vél til Líb­anon hvar hann hef­ur óskað eft­ir alþjóðlegri vernd. Ghosn fædd­ist í Bras­il­íu en er af líb­önsk­um upp­runa og ólst upp í Líb­anon. Hann er með bras­il­ískt, líb­anskt og franskt rík­is­fang en hann fram­vísaði frönsku vega­bréfi við kom­una til Líb­anon. 

Ghosn hef­ur lýst sig sak­laus­an af þeim ásök­un­um sem hann stend­ur frammi fyr­ir í Jap­an og hafði lýst því yfir að hann ætlaði að sanna sak­leysi sitt fyr­ir japönsk­um dóm­stól­um. Lög­menn hans segj­ast ekk­ert hafa vitað um flótt­ann.

Málið þykir hið vand­ræðal­eg­asta fyr­ir yf­ir­völd í Jap­an og hef­ur um­fangs­mik­il rann­sókn haf­ist á því hvernig það gat gerst að Ghosn tókst að flýja landið.

„Fjölmiðlar fullyrða að konan mín Carole og aðrir úr fjölskyldunni hafi tekið þátt í skipuleggja brottför mína frá Japan. Það er ekki rétt. Ég skipulagði flóttann sjálfur,“ segir Ghosn í stuttri yfirlýsingu sem send var AFP-fréttastofunni. 

Bú­ist er við að farið verði fram á framsal Ghosn frá Líb­anon en hins veg­ar eru tald­ar litl­ar lík­ur á að af því verði þar sem eng­inn framsals­samn­ing­ur er í gildi á milli Jap­ans og Líb­anon.

mbl.is