Köttur fannst í bílvél eftir langt ferðalag

Læðan var nokkuð skelkuð eftir ferðalagið.
Læðan var nokkuð skelkuð eftir ferðalagið. Skjáskot/Facebook

Eiganda kattar sem sat fastur undir vélarhlíf bifreiðar sem ók frá frá Birmingham til Lundúna í Bretlandi á jóladag er leitað. Kötturinn var fastur í vélinni yfir 209 kílómetra langt ferðalag.

Að sögn talsmanns dýraverndunarsamtaka Celia Hammond þykir líklegt að læðan sé gæludýr. Kötturinn er þó ekki með örflögu í sér og því er ómögulegt að segja til um hvaðan hann komi. 

Þegar ökumaður bílsins lagði bílnum við komuna til Lundúna frá Birmingham sögðust gangandi vegfarendur heyra mjálm koma frá bílvélinni. Þegar ökumaðurinn opnaði húdd bílsins kom kötturinn svo í ljós, en vegfarendur nærri bílnum tóku köttinn að sér þangað til honum var komið til dýraverndunarsamtaka. 

Læðan mun hafa verið ómeidd en skelkuð eftir ferðalagið, en eiganda hennar er nú leitað á Facebook.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert