Sjóherinn aðstoðar við rýmingu

Skip ástralska sjóhersins, HMAS Choules, lagði af stað frá flotastöð …
Skip ástralska sjóhersins, HMAS Choules, lagði af stað frá flotastöð hersins í Kuttabul til strandbæjarins Mallacoota í Viktoríufylki þar sem hermenn munu aðstoða við rýmingu vegna skógarelda. AFP

Ástralski sjóherinn hefur verið kallaður út svo hægt sé að koma hundruð manns frá strandbænum Mallacoota í Viktoríu-fylki sem hefur orðið gróðureldunum að bráð. Skip sjóhersins mun flytja um 800 manns frá bænum að því er BBC greinir frá. Um fjögur þúsund íbúar og ferðamenn hafa setið fastir í bænum síðan á mánudag vegna eldanna. 

18 manns hafa lát­ist í eld­un­um frá því í sept­em­ber og yfir 1.200 heim­ili hafa eyðilagst. Þá er 17 manns saknað sem stend­ur. 

Umfangsmikil rýming hefur einnig verið fyrirskipuð í Nýja-Suður Wales en þar hefur fylkisstjórinn lýst yfir neyðarástandi. Veður­spá­in fyr­ir helg­ina er hörmu­leg upp á eld­ana að gera, en bú­ist er við mikl­um hita og sterk­um vindi. 

Gróðureldarnir hafa einnig skaðleg áhrif á dýraríkið en vistfræðingar við háskólann í Sydney telja að hátt í hálfur milljarður spendýra, fugla og skriðdýra hafi drepist í eldunum frá því í september. 

Fylk­is­stjóri Nýja Suður-Wales í Ástr­al­íu hef­ur lýst yfir neyðarástandi í …
Fylk­is­stjóri Nýja Suður-Wales í Ástr­al­íu hef­ur lýst yfir neyðarástandi í fylk­inu vegna skógar­eld­anna sem þar brenna af mikl­um ofsa. AFP

Líkt og greint var frá fyrr í dag þurfti Scott Morri­son, for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, að stytta heim­sókn sína til bæj­ar­ins Cobargo í Nýja Suður-Wales eft­ir að reiðir bæj­ar­bú­ar sögðu hon­um til synd­anna og gagn­rýndu aðgerðal­eysi hans og áströlsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar yfir gróðureld­um í land­inu.

Myndskeið þar sem bæjarbúar létu hann heyra það má sjá hér að neðan:mbl.is