Sonur fallins slökkviliðsmanns tók við verðlaunum

Harvey Keaton, eins og hálfs árs, tekur við verðlaunum fyrir …
Harvey Keaton, eins og hálfs árs, tekur við verðlaunum fyrir látinn föður sinn. AFP

Sonur ástralsks sjálfboðaliða sem lést við slökkvistörf 19. desember tók við dyggðarverðlaunum fyrir föður sinn að honum látnum í dag. 

Harvey Keaton, 19 mánaða, klæddist einkennisbúningi þegar hann tók við verðlaununum við jarðarför Geoffreys föður síns nærri Sydney í dag. 

Tugir slökkviliðsmanna mynduðu heiðursskiptingu þegar hann var borinn til grafar, en Keaton og samstarfsmaður hans Andrew O'Dwyer létust 19. desember við slökkvistörf þegar tré féll á slökkvibíl þeirra. O'Dwyer, sem einnig á ungt barn, verður jarðaður í næstu viku. 

Dyggðarverðlaunin voru gefin syni hans Harvey af slökkviliðsstjóra Nýja South Wales, Shane Fitzsimmons. Scott Morrison, forsætisráðherra landsins, var einnig viðstaddur jarðarförina. 

Alls hafa 18 látist í gróðureldunum í Ástralíu síðan í september, þar af sjö í Nýja Suður-Wales síðustu vikuna. Nokkurra er enn saknað. 

Slökkviliðsmenn voru viðstaddir jarðarför Geoffrey Keaton, sem lést þegar tré …
Slökkviliðsmenn voru viðstaddir jarðarför Geoffrey Keaton, sem lést þegar tré féll á bíl hans við björgunarstörf. AFP
Frá jarðarför Geoffrey Keaton.
Frá jarðarför Geoffrey Keaton. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert