Boris ver vígið á Soleimani

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

„Ég tel að flest skynsamt fólk geti tekið undir að Bandiríkin hafi rétt á að verja herstöðvar sínar og fólkið þar,“ sagði breski forsætisráðherrann Boris Johnson í ræðu á þinginu í dag, þeirri fyrstu á árinu. Jafnframt sagði hann að Soleimani hefði borði ábyrgð á dauða breskra hermönnum. 

Hinsvegar fordæmdi hann aðgerðir Írana í nótt þegar flugskeytum var skotið á herstöðvar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak. 

Jeremy Corbyn sem enn um sinn er formaður Verkamannaflokksins sótti að Johnson og gagnrýndi aðgerðir Trumps og Bandaríkjamanna á svæðinu. Árásin sem grandaði Soleimani hefði sett allt svæðið í uppnám.

Johnson væri hinsvegar ragur við að standa uppi í hárinu á Trump þar sem Bretar væru að reyna að semja við Bandaríkjamenn um viðskiptasamband í kjölfar Brexit. Jafnframt spurði hann Johnson hvort hann myndi styðja frekari hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna.   

Johnson svaraði því til að hann ynni með samherjum Breta í málinu og að hann væri þess frekar fylgjandi að reynt væri að draga úr átökum á svæðinu og skapa ró.

Umfjöllun Guardian um orðaskiptin á þinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert