Ef þér er sagt að fara — farðu

Ríkisstjóri Victoria í Ástralíu, Daniel Andrews, segir að ef fólk fær þau skilaboð að það eigi að fara þá eigi það að fara. Ef það er óhætt að fara út og þú færð leiðbeiningar — textaskilaboð — þá verður þú að fara út. Það er eina leiðin til þess að tryggja öryggi þitt,“ segir Andrews, að því er fram kemur á vef Guardian.

AFP

Kjarreldarnir hafa blossað upp að nýju í suðurhluta Ástralíu í dag og undirbúa landsmenn sig undir enn frekari hörmungar með hitabylgjunni sem væntanleg er á morgun. Segja yfirvöld að á ákveðnum stöðum sé þetta bara byrjunin og eigi eftir að versna til muna.

Hermenn ganga á milli húsa í bænum Parndana á Kengúrueyju (Kangaroo Island) í Suður-Ástralíu en þar hafa blossað upp skógareldar. Hitinn þar mældist 38 gráður í dag. Innan við sólarhringur er liðinn frá því lögregla rýmdi bæinn Vivonne Bay en eldar ógnuðu lífi þeirra í gærkvöldi. Talið er að þeir eldar eigi eftir að geisa í einhverja daga. 

AFP

Slökkviliðsstjórinn á þessu svæði, Mark Jones, segir að slökkviliðsmenn séu í stöðugri lífshættu þegar þeir berjast við eldana og staðan sé eins víðar um landið. 

Í nágrannaríkinu, Victoria, var neyðarástandi lýst yfir áfram og gildir það næstu tvo sólarhringa. Þar hefur hitnað mjög í veðri og spáin er slæm fyrir morgundaginn.  

AFP

„Þetta er mjög hættulegt og kraftmikið ástand sem við stöndum frammi fyrir næstu 12, 24 og 36 tímana,“ segir yfirmaður almannavarna í Victoria, Andrew Crisp. Að minnsta kosti 26 létust og yfir tvö þúsund hús hafa orðið eldinum að bráð í Ástralíu frá því í september. 

AFP

Daniel Andrews hefur varað íbúa Victoria við því að þessu sé hvergi nærri lokið þrátt fyrir að hættuástand hafi ríkt þar mánuðum saman. „Við erum bara á upphafsreit við eitthvað sem gæti orðið afar krefjandi sumar.“  

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert