Myndskeið náðist af flugskeyti lenda á farþegaþotunni

AFP

Myndskeið sem virðist sýna augnablikið þegar flugskeyti lenti á farþegaþotu Ukrainian International Airlines hefur verið birt á vef New York Times.

Myndbandið virðist renna stoðum undir þann grun bandarísku leyniþjónustunnar að Íranar hafi grandað farþegaþotunni með flugskeyti fyrir mistök. Íranar hafa þvertekið fyrir að slíkt hafi átt sér stað, en farþegaþotan hrapaði aðeins örfáum klukkustundum eftir að Íranar gerðu loftárásir á tvær herstöðvar Bandaríkjanna í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Freysteinn Guðmundur Jónsson: 737