Áætluðu árásir á fjögur bandarísk sendiráð

„Ég get uppljóstrað að ég held að það hefðu verið …
„Ég get uppljóstrað að ég held að það hefðu verið fjögur Bandarísk sendiráð,“ sagði Trump í samtali við fréttastofu Fox News. AFP

Bandaríkjaforseti segir Írana hafa verið að gera áætlanir um árásir á fjögur bandarísk sendiráð þegar æðsti herforingi þeirra, Qaseum Soleimani, var ráðinn af dögum. 

Aðspurður hvaða ógn hafi leitt til þess að ákveðið var að gera loftárás á herforingjann og lið hans í Írak sagði Trump: „Ég get uppljóstrað að ég held að það hefðu verið fjögur bandarísk sendiráð,“ í samtali við fréttastofu Fox News.

Þeir demókratar sem fengið hafa gögn um loftárás Bandaríkjanna á Soleimani og aðdraganda hennar segja hins vegar að þeir fái ekki séð að til hafi staðið að ráðast á nein sendiráð.

Mike Pompeo, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur einnig haldið því fram að árásir á bandarísk sendiráð hafi verið í bígerð þegar Soleimani var drepinn.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert