Kanadísk flugslysanefnd á leið til Íran

Kanadísk flugslysanefnd er á leið til Íran til að aðstoða við rannsókn á tildrögum flugslyssins þegar úkraínsk farþegaþot­a fórst skammt frá Teher­an á miðviku­dag. 

63 Kan­ada­búar fórust en alls voru 176 um borð í vélinni þegar hún brotlenti og enginn lifði af. Minningarathöfn var haldin í Toronto í gær en um 100.000 íbúar borgarinnar eru af írönskum uppruna. 

Tíu manns skipa nefndina og er henni einnig ætlað að halda utan um mál Kanadabúanna sem fórust í slysinu. Írönsk yf­ir­völd hafa boðið er­lend­um flug­slysa­nefnd­um, svo sem banda­rísk­um og kanadísk­um, að taka þátt í rann­sókn­inni en Kanada og Íran hafa ekki átt í diplómatískum samskiptum frá 2012. 

63 Kan­ada­búar lét­ust í flug­slys­inu í Íran á miðvikudag þegar …
63 Kan­ada­búar lét­ust í flug­slys­inu í Íran á miðvikudag þegar úkraínsk farþegaþota brot­lenti skömmu eft­ir flug­tak frá alþjóðaflug­vell­in­um í Teher­an. All­ir um borð, 176 alls, lét­ust. AFP

Leiðtog­ar vest­rænna ríkja fara fram á að ít­ar­leg rann­sókn fari fram á því hvað varð til þess að úkraínska farþegaþotan brot­lenti. Banda­rísk yf­ir­völd og fleiri ríki segja að upp­lýs­ing­ar leyniþjón­ustu ríkj­anna bendi til þess að Íran­ar hafi skotið þot­una niður. 

Írönsk yf­ir­völd segja að þeir beri ekki ábyrgð á flug­slys­inu og Ali Abedza­deh, yf­ir­maður farþega­flugs í Íran, seg­ist viss um að úkraínsku farþegaþot­unni sem fórst skammt frá Teher­an á miðviku­dag hafi ekki verið grandað með flug­skeyti.

mbl.is