„Bandaríkin - Ísland 992:0“

Bernie Sanders vekur athygi á því á Twitter að árið …
Bernie Sanders vekur athygi á því á Twitter að árið 2018 féll enginn fyrir hendi lögreglu á Íslandi, samanborið við 992 í Bandaríkjunum. AFP

Bernie Sanders, sem sæk­ist eft­ir því að verða fram­bjóðandi demó­krata í for­seta­kosn­ing­unum í Banda­ríkj­un­um á næsta ári, tekur Ísland sem dæmi í færslu á Twitter þar sem hann tekur saman tölfræði um lögregluofbeldi árið 2018. 

Samkvæmt tölfræðinni sem Sanders vísar í skutu lögreglumenn í Bandaríkjunum 992 manns til bana árið 2018. Hann tekur svo dæmi um fimm önnur ríki, þar á meðal Ísland, þar sem enginn féll fyrir hendi lögreglu það ár. 

Íslenska lögreglan hefur í raun einu sinni gripið til þess neyðarráðs að beita skot­vopn­um sín­um á vett­vangi. Það var í Árbænum í lok árs 2013 þegar karlmaður hleypti af fjölda­mörg­um skot­um á lög­reglu- og sér­sveit­ar­menn. 

„Ímyndið ykkur: Walter Scott — og svo margir fleiri — gætu verið á lífi í dag ef réttarkerfið hefði gengið í gegnum þær endurbætur sem þörf er á,“ segir Sanders. 

Walter Scott var 50 ára gam­all og fjög­urra barna faðir. Hann var svart­ur, skotinn átta sinn­um í bakið af stuttu færi af hvít­um lögreglumanni. Heims­byggðin sá hann skot­inn til bana á mynd­bandi og vakti dauðsfallið mikla athygli vestanhafs og kom af stað mikilli mótmælaöldu um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert