Bátar á þurru landi í Feneyjum

Svona var umhorfs við Markúsartorgið í Feneyjum í nóvember. Í …
Svona var umhorfs við Markúsartorgið í Feneyjum í nóvember. Í dag er staðan allt önnur. AFP

Það er skammt stórra högga á milli í Feneyjum á Ítalíu, en síki borgarinnar eru nánast þurr þar sem ölduhæðin hefur verið óvenju lág að undanförnu. Fyrir tveimur mánuðum var stór hluti borgarinnar undir vatni í kjölfar mikilla flóða. 

Víða hafa bátar sést liggja hreyfingalausir eins og fiskar á þurru landi og minna síkin helst á drullusvað. Aðstæður eru með þeim hætti að mörgum hefur reynst erfitt að komast á milli staða. 

Fram kemur á vef BBC, að allt önnur staða hafi verið uppi á teningnum í nóvember vegna mikilla flóða og hafði ástandið ekki verið verra í hálfa öld, en margir sögðu þetta vera bein áhrif á völdum loftslagsbreytingar.


 

Tveir þriðju hlutar borgarinnar voru þá undir vatni og borgarstjórinn taldi tjónið nema rúmlega einum milljarði evra, sem nemur um 137 milljörðum kr. 

Fræg kennileiti á borð við Markúsartorg voru undir vatni og urðu margir verslunareigendur og mörg fyrirtæki að hafa lokað. 

Þó að ástandið nú sé óvenjulegt, þá er það ekki alveg án fordæma. Ölduhæðin getur sveiflast um hálfan metra, eða meira. 

mbl.is