Drottningin styður við Harry og Meghan

Drottningin segist, í yfirlýsingu sem hún sendir frá sér síðdegis …
Drottningin segist, í yfirlýsingu sem hún sendir frá sér síðdegis í dag, styðja hjónin heilshugar í því að skapa sér nýtt líf. AFP

Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á að Harry prins og Meghan Markle eiginkona hans fái að taka sér „umbreytingatímabil“ þar sem þau verja tíma sínum bæði í Kanada og í Bretlandi. Breska konungsfjölskyldan fundaði vegna málsins í dag.

Drottningin segist, í yfirlýsingu sem hún sendir frá sér síðdegis í dag, styðja hjónin heilshugar í því að skapa sér nýtt líf, þó að hún hefði frekar kosið að þau myndu áfram sinna skyldum sínum við bresku hirðina.

„Við virðum og skiljum ósk þeirra Harrys og Meghan til þess að lifa sjálfstæðara lífi sem fjölskylda, en á sama tíma verða þau áfram mikilvægur hluti af minni fjölskyldu,“ segir í yfirlýsingu drottningarinnar, en þar kemur einnig fram að Harry og Meghan hafi komið því á framfæri að þau vilji ekki þurfa að reiða á sig almannafé til uppihalds í því nýja lífi sem þau ætla sér að lifa.

Drottningin segir að málið sé flókið fyrir fjölskylduna og enn eigi eftir að hnýta einhverja lausa enda, en hún segist hafa óskað eftir því að allar ákvarðanir muni liggja fyrir á næstu dögum.

Frétt BBC

Frétt Reuters

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert