Mótmælti með því klifra upp skýjakljúf

Alain Robert klifrar upp bygginguna.
Alain Robert klifrar upp bygginguna. AFP

Framlag fransks ofurhuga til mótmælanna gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyri í Frakklandi var að klifra upp skýjakljúf rétt fyrir utan París.

„Fólk eyðir 40 árum af lífi sínum í þrældóm, oftast í störfum sem það hefur ekki einu sinni gaman af,“ sagði Alain Robert áður en klifrið hófst. „Við viljum að fólk geti lifað sómasamlegu lífi.“

AFP

Robert, sem er heimsþekktur fyrir að klifra hina ýmsu turna án þess að nota reipi sér til stuðnings og oftast í leyfisleysi, er jafnan kallaður franski köngulóarmaðurinn.

Það tók hann 52 mínútur að komast á topp Total-byggingarinnar sem er 187 metra há. „Það var frekar kalt, ég fann ekki fyrir fingurgómunum og þess vegna var þetta snúið,“ sagði hinn 57 ára Robert er hann var kominn niður. „Ég er heldur ekki í sama formi og ég var í fyrir 20 árum.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert