Sexmenningarnir leita til hæstaréttar Namibíu

Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu.
Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu. Ljósmynd/Sjávarútvegsráðuneyti Namibíu

Sexmenningarnir sem sitja í haldi namibískra yfirvalda, grunaðir um spillingu og peningaþvætti í tengslum við starfsemi Samherja í landinu, hafa farið fram á það að hæstiréttur landsins taki fyrir beiðni þeirra um að sleppa úr gæsluvarðhaldi, en áður hefur þeirri beiðni verið hafnað á lægra dómstigi. Greint er frá þessu á fréttavef Namibian í dag.

Tveir fyrr­ver­andi ráðherr­ar lands­ins, Bern­h­ard Esau og Sacky Shang­hala auk hinna fjög­urra, James Hatuikulipi, Tam­son Hatuikulipi, Ricar­do Gusta­vo og Pius Mwatelu­lo, hafa setið í haldi frá því snemma í desembermánuði.

Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara …
Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara og þáverandi starfsmanni Samherja, árið 2014. Ljósmynd/Wikileaks

Samkvæmt frétt Namibian lögðu sexmenningar fram umleitanir sínar til hæstaréttar 3. janúar. Þeir óska eftir því að hæstiréttur landsins fari yfir afgreiðslu dómstólsins í Windhoek, sem hafnaði beiðni þeirra um að losna úr haldi á milli jóla og nýárs, og komist að „réttri lagalegri niðurstöðu“, eins og það er orðað.

Ekki er búið að ákveða hvenær mál þeirra verður tekið fyrir hjá hæstarétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert