Þingkonur taldar vera starfsfólk þingsins

Breska þinghúsið í London.
Breska þinghúsið í London. AFP

Tvær svartar þingkonur í neðri deild breska þingsins hafa gagnrýnt það að þeim hafi verið ruglað saman og enn fremur taldar tilheyra starfsliði þingsins.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að þingkonurnar séu þær Florence Eshalomi og Abena Oppong-Asare sem báðar komu nýjar inn í neðri deildina fyrir Verkamannaflokkinn eftir þingkosningarnar í desember.

Haft er eftir Oppong-Asare að ónefndur þingmaður Íhaldsflokksins hafi rétt henni töskuna sína þar sem hann hélt að hún væri í starfsliði þingsins. Þá hafi annar þingmaður ruglað henni saman við Eshalomi. Eshalomi segist að sama skapi hafa verið ruglað saman við Oppong-Asare af öðrum þingmanni Verkamannaflokksins.

„Ég held að ég gæti þurft að skrifa nafnið mitt á ennið,“ segir Oppong-Asare. Eshalomi segir að sama skapi í fréttinni að hugsanlega þurfi þingmenn að ganga með nafnspjöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert