Vísa yfirhylmingu á bug

Frá minningarathöfn í Kanada í gær um þá sem fórust …
Frá minningarathöfn í Kanada í gær um þá sem fórust þegar farþegaflugvélin var skotin niður. AFP

Írönsk stjórnvöld neita því að hafa reynt að hylma yfir að þau hafi skotið niður úkraínska farþegaþotu fyrir mistök í síðustu viku.

Nokkra daga tók fyrir stjórnvöld að viðurkenna verknaðinn en fjöldamótmæli voru í landinu um helgina vegna þess.

„Á þessum sorgartímum hafa margir gagnrýnt embættismenn og stjórnvöld […] sumir embættismenn voru meira að segja sakaðir um að ljúga og hylma yfir en í hreinskilni sagt er það ekki rétt,“ sagði talsmaðurinn Ali Rabei í sjónvarpsviðtali.

AFP
mbl.is