Handtekinn vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi

Adéle Haenel hefur tvisvar sinnum hlotið Sesar-verðlaunin sem eru frönsku …
Adéle Haenel hefur tvisvar sinnum hlotið Sesar-verðlaunin sem eru frönsku Óskarsverðlaunin. AFP

Franski leikstjórinn Christophe Ruggia hefur verið handtekinn vegna ásakana um að hann hafi beitt leikkonuna Adèle Haenel kynferðislegu ofbeldi þegar hún var barn.

Haenel, sem er 31 árs, var aðeins 12 ára göm­ul þegar hún lék í kvik­mynd Ruggia, Les Dia­bles (Djöfl­arn­ir).

Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að Ruggia hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn á kynferðislegu ofbeldi gegn ólögráða manneskju.

Christophe Ruggia viðurkennir að hafa farið yfir strikið í samskiptum …
Christophe Ruggia viðurkennir að hafa farið yfir strikið í samskiptum sínum við leikkonuna. AFP

Haanel og Ruggia fóru víða saman til að kynna myndina og segir hún að hann hafi þá beitt hana ofbeldi.

Ruggia, sem er 55 ára, hefur aðeins gert fáar kvikmyndir. Hann hefur neitað því að hafa misnotað Haenel kynferðislega en hefur þó viðurkennt að hafa farið yfir strikið í samskiptum sínum við leikkonuna.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert