Rússar hafi brotist inn í tölvukerfi orkufyrirtækisins

Feðgarnir Hunter, Joe og Beau Biden. Sá fyrstnefndi sat í …
Feðgarnir Hunter, Joe og Beau Biden. Sá fyrstnefndi sat í stjórn Burisma. AFP

Rússar brutust inn í tölvukerfi orkufyrirtækisins Burisma Holdings, sem leikur lykilhlutverk í ákæruferli Bandaríkjaþings gagnvart Donald Trump Bandaríkjaforseta, í nóvember síðastliðnum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska netöryggisfyrirtækinu Area 1.

Um er að ræða orkufyrirtækið þar sem Hunter Biden, sonur forsetaframbjóðandans Joe Biden, gegndi stjórnarsetu um tíma.

Ákæra á hendur Trump til embættismissis snýr að því að hann hafi gefið það í skyn að hann myndi hætta stuðningi við úkraínsk stjórnvöld ef þau hæfu ekki rannsókn á meintum brotum Biden-feðga og Burisma Holdings.

Samkvæmt Area 1 má rekja árás á tölvukerfi Burisma Holdings til rússnesku leyniþjónustunnar, GRU. 

Þeir sem brutust inn í tölvukerfið ganga undir dulnefninu Fancy Bear og samkvæmt Area 1 tengist árásin á tölvukerfi Burisma Holdings þeirri árás sem gerð var á tölvukerfi demókrata í undanfara forsetakosninganna árið 2016.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert