Sprenging í verksmiðju í Katalóníu

Eldurinn var gríðarlega mikill. Að minnsta kosti einn lést í …
Eldurinn var gríðarlega mikill. Að minnsta kosti einn lést í sprengingunni. Skjáskot úr myndskeiði El País.

Mikill eldur er í verksmiðju í Katalóníu á Spáni í kjölfar sprengingar sem varð í henni. Fjallað er um málið á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC og á fréttavef El País.

Fram kemur í frétt BBC að sprengingin hafi átt sér stað suður af hafnarborginni Tarragona og líklega orðið vegna slyss.

Enn fremur segir að yfirvöld hafi hvatt íbúa í borginni og nágrannabæjum til þess að loka gluggum og hurðum og halda sig innandyra.

Samkvæmt frétt El País er að minnsta kosti einn látinn og sex til viðbótar slasaðir eftir sprenginguna, þar af tveir í lífshættu.

Tugir slökkviliðsmanna hafa verið kallaðir á vettvang en sprengingin varð klukkan 17:40 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert