Tvö flugskeyti hæfðu úkraínsku þotuna

Myndskeið úr öryggismyndavél í þorpinu Bidkaneh, skammt frá herstöð íranska …
Myndskeið úr öryggismyndavél í þorpinu Bidkaneh, skammt frá herstöð íranska hersins, sýnir að flugskeytin sem grönduðu vél Ukraine International Airlines í síðustu viku voru tvö, en ekki eitt. AFP

Tvö flugskeyti, en ekki eitt, hæfðu þotu Ukraine International Airlines skammt fyrir utan Teheran aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku. Þetta sýnir myndskeið úr öryggismyndavél í þorpinu Bidkaneh, skammt frá herstöð íranska hersins hvaðan skeytunum var skotið.

New York Times birtir myndskeiðið í kvöld og segist fjölmiðillinn hafa sannreynt uppruna þess. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.

Í frétt blaðsins segir að þetta myndskeið varpi ljósi á það hvers vegna ratsjárvari þotunnar hafi hætt að virka áður en síðara flugskeytið lenti á vélinni, en um 23 sekúndur liðu frá því að fyrra flugskeytið hæfði vélina og þar til síðara flugskeytið lenti á henni.

Hvorugt þeirra leiddi þó til þess að vélin hrapaði undir eins, heldur flaug brennandi þotan nokkra vegalengd í áttina aftur til flugvallarins í Teheran áður en hún hrapaði til jarðar nærri þorpinu Khalaj Abad með þeim afleiðingum að allir 176 um borð létu lífið.

Frétt New York Times um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert